Fréttir

07.10.2025

Grunnskólamótið á Laugum

Skólinn okkar átti frábæran dag á Grunnskólamóti í íþróttum sem fram fór á Laugum föstudaginn 3. október
07.10.2025

5. og 6. bekkur á siglingu með Húna

Mánudaginn 8. september buðu Hollvinir Húna 5. og 6. bekk í siglingu á Húna II. Hollvinir Húna eru samtök sem sjá um rekstur bátsins og hafa þau boðið 5. og 6. bekkingum í siglingu frá árinu 2006.
26.09.2025

Heimsókn frá samfélagslöggum

Í vikunni heimsótti Samfélagslöggan nemendur skólans með fræðslu um mikilvæg öryggis- og samfélagsmál. Lögreglufulltrúar hittu nemendur í 5.-7. bekk á miðvikudag og nemendur í 8.-10. bekk á fimmtudag. Heimsóknirnar eru liður í forvarnarstarfi skólans og mikilvægur þáttur í að fræða nemendur um ábyrgð og afleiðingar ákvarðana sinna. Samfélagslöggurnar mættu líka á foreldrafund hjá kynningarfundi 7.-10. bekkinga.