Fréttir

03.12.2025

Íþróttadagur hjá 5.-10. bekk

Íþróttadagurinn mikli fór fram í fyrsta skipti á mánudaginn, 1. desember, hjá mið- og unglingastigi. Dagurinn var virkilega skemmtilegur, mikil spenna og fullt af stemmingu. Bekkirnir kepptu á móti hver öðrum og hafði hver bekkur sinn lit. Keppt var í snjógallaboðhlaupi, fótbolta, bandý og höfðingjaleik. Eðlilega var hart barist og mikið keppnisskap gerði vart við sig en að lokum voru allir vinir og fóru flestir glaðir heim.
27.11.2025

Vasaljós, kakó og lummur í útiskóla 3.-4. bekkjar

Hvað gæti mögulega verið betra á myrkum morgni í lok nóvember en að fara í ævintýraferð? Við í 3. og 4. bekk breyttum út af vananum og höfðum útiskólann í byrjun dags þegar myrkrið var sem mest og aðeins jólaljósin og snjórinn gáfu birtu. Við vorum sniðug og tókum með okkur vasaljós að heiman og fengum líka vasaljós í skólanum. Í útskóla byrjum við alltaf á því að fara í röð úti fyrir framan gluggann á stofu 3. bekkjar. Þegar við erum komin þangað skoðum við hvort öll hafi munað að klæða sig vel. Það er mjög mikilvægt að vera vel búinn í útiskóla. Þegar öll voru tilbúin kveiktum við á vasaljósunum og lögðum af stað út í Mörk en það er útiskólasvæðið okkar.
18.11.2025

Dagur íslenskrar tungu hjá 1. bekk

Í tilefni af degi íslenskrar tungu gerðu nemendur í 1. bekk skemmtilegt verkefni þar sem unnið var með þrjú nýyrði Jónasar: sjónauki, skjaldbaka og þrælsterkur.