Skólahjúkrun í Þelamerkurskóla

Hlutverk heilsugæslu í skólum er að sinna heilsuvernd nemenda. Þetta er gert með reglubundnum skimunum og eftirliti, fræðslu og teymisvinnu kringum einstaka mál. Heilsugæsla í skólum er framhald ung- og smábarnaverndar. Starfsemi skólaheilsugæslu er skv. lögum, reglugerðum og tilmælum er um hana gilda. Hún er meðal annars fólgin í reglulegum heilsufarsathugunum, ónæmisaðgerðum, heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf til nemenda, foreldra og starfsfólks skólans. Hver skóli hefur skólahjúkrunarfræðing og skólalækni jafnframt því sem hvert barn hefur sinn heimilislækni.  Hjúkrunarfræðingur Þelamerkurskóla er Helga María Hermannsdóttir og skólalæknir er Jón Torfi Halldórsson. Netfang Helgu Maríu er helgamaria@thelamork.is

Hjúkrunarfræðingur skólans verður við á fimmtudögum frá kl 8.00-14.00.

Markmiðið með heilsugæslu í skólum er að stuðla að því að börn fái að þroskast við þau bestu andlegu og líkamlegu skilyrði sem völ er á. Til þess að vinna að markmiði þessu er fylgst með börnunum svo að frávik finnist og viðeigandi ráðstafanir verði gerðar sem fyrst. Áherslan er lögð á að fyrst og fremst beri foreldrar ábyrgð á heilsu og þroska barna sinna, en starfslið heilsugæslu í skólum fræði, hvetji og styðji foreldra í hlutverki sínu. Á heimasíðu Landlæknisembættis  og síðunni Heilsuvera má finna nánari upplýsingar um heilsuvernd í skólum og ráðleggingar til foreldra um heilbrigðistengd málefni. Það er ekki hlutverk skólahjúkrunarfræðings að vera með slysamóttöku í skólanum. Skólahjúkrunarfræðingur veitir fyrstu hjálp þegar alvarlegri slys verða í skólanum og er starfsfólki skólans til stuðnings og ráðgjafar þegar upp koma veikindi og slys hjá nemendum, á þeim tíma sem hjúkrunarfræðingur er við störf. Ef smáslys eða óhapp verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu. Því er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer þar sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins.

Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af skólaheilsugæslunni. Foreldrum er bent á að snúa sér til heimilslæknis og Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri með heilsufarsmál sem ekki teljast til skólaheilsugæslu. Foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á líðan og heilbrigði barna sinna.  Góð samvinna og gott upplýsingaflæði er mikilvægt til að starfsfólk skólaheilsugæslu geti sinnt starfi sínu sem best.  Því eru foreldrar hvattir til að hafa samband við hjúkrunarfræðing skólans ef einhverjar breytingar verða hjá barninu sem gætu haft áhrif á andlegt, líkamlegt eða félagslegt heilbrigði þess.  Að sjálfsögðu er fyllsta trúnaðar gætt um mál einstakra nemenda. Vilji foreldrar/forráðamenn fá upplýsingar um einstök atriði, hvað varðar heilsugæsluna er þeim velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinginn. 

Foreldrar og forráðamenn þeirra barna/unglinga sem þurfa að taka lyf á skólatíma eru vinsamlega beðnir að hafa samband við hjúkrunarfræðinga skólans til skrafs og ráðagerða um hvernig best verði komið til móts við þessi tilmæli. 

Við viljum minna fólk á að skoða reglulega hár barna sinna og láta skólahjúkrunarfræðing vita ef lús finnst.  Við verðum að standa saman og gera viðeigandi ráðstafanir til að hefta útbreiðslu þessa aðskotadýrs. Nánari upplýsingar um lúsina er að finna á http://www.heilsugaeslan.is og http://www.landlaeknir.is

Áætlað eftirlit og umsjón með nemendum og ónæmisaðgerðir verða framkvæmdar samkvæmt eftirfarandi yfirliti: 

1. bekkur:  Hæð, þyngd, sjón.

4.bekkur:  Hæð, þyngd, sjón.

7. bekkur: Hæð, þyngd, sjón, bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta). Stúlkur bólusettar gegn HPV-veirunni (tvisvar sinnum á 6 mánuðum).

9. bekkur: Hæð, þyngd, sjón.  Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa (ein sprauta).

Hjá ofangreindum fjórum aldurshópum er einnig viðtal um líðan og lífstíl. Fyllsta trúnaðar er gætt í samskiptum hjúkrunarfræðings og barna.

Nemendur úr öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til. Vilji foreldrar/forráðamenn fá upplýsingar um einstök atriði, hvað varðar heilsugæsluna er þeim velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinginn.

Ef foreldrar/forráðamenn vilja ekki að börn þeirra taki þátt í einhverju af því sem upp er talið hér. eru þeir beðnir um að hafa samband við hjúkrunarfræðin sem fvrst. Ef ekkert heyrist frá foreldrum verður það skoðað sem samþykki. 

Við viljum benda foreldrum/forráðamönnum barna á mikilvægi þess að þau fái nægan svefn, hvíld og neyti morgunverðar. Skorti þetta fá þau ekki notið þeirrar kennslu og þess starfs sem fram fer í skólanum. Svengd og skortur á svefni og hvíld leiða til þreytu. Börnin þola ekki langa setu og hætt er víð að námsefnið fari fyrir ofan garð og neðan.

Hæfílegur svefntími er talinn vera:

5 - 8 ára börn u.þ.b. 10 - 12 klst. á sólahring

9 - 12 ára börn u.þ.b. 10 - 11 klst. á sólahring

13 - 15 ára börn u.þ.b. 9 - 11 klst. á sólahring