- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Skólaárið 2018-2019 fengu þrír grunnskólar á Eyjafjarðarsvæðinu; Þelamerkurskóli í Hörgársveit, Dalvíkurskóli í Dalvíkurbyggð og Naustaskóli á Akureyri, styrk frá Sprotasjóði til að vinna að þróunarverkefninu Gerum gott betra. Meginmarkmið þessa verkefnis var að leitast við að samræma vinnubrögð og styrkja starf stoðþjónustu grunnskólanna til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda.
Þau markmið sem sett voru í upphafi voru;
a) að bæta þjónustu við nemendur með sértæka námserfiðleika og námsaðlögun
b) að innleiða formlegt mat á framvindu náms, líðan og hegðun nemenda sem fá námsaðlögun
c) að auka hlut náms sem byggir á að efla virkni og færni hjá nemendum með sértæka námsörðugleika þar sem áhugi þeirra og styrkleikar eru nýttir til að stýra námsframvindunni.
Lokaskýrslu verkefnisins er að finna hér. Stefnt er að því að vinna verkefnið áfram næstu árin og dýpka það enn frekar.
Kveikjan að þessu verkefni var þátttaka í Erasmus+ verkefni þar sem iðjuþjálfi og skólastjórnendur Þelamerkurskóla heimsóttu skóla þar, De Wijnberg, sem var hluti af meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga með hegðunar- og tilfinningavanda.