- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Liður í að efla heilbrigði og velferð nemenda og starfsfólks er að vinna markvisst að geðrækt í öllu starfi skólans. Niðurstöður nemendakannana við skólann sem og kannana meðal ungs fólks á Íslandi sýna að vanlíðan barna og ungmenna er of mikil og er það í takti við erlendar rannsóknir sem sýna að allt að 20% barna og unglinga fást við vanlíðan eins og kvíða og þunglyndi. Nemendur 6.-10. bekkjar í Þelamerkurskóla birta í könnun Skólapúlsins lægra sjálfsálit, minni stjórn á eigin lífi og minni vellíðan en meðaltal landsins í sömu könnun gefur til kynna. Til að bregðast við þessum niðurstöðum hefur skólinn lagt af stað í vegferð með það að leiðarljósi að styrkja nemendur, auka vellíðan og hlúa að sjálfum sér.
Verkefni sem farið hafa af stað í þessu skyni og eru í þróun innan skólans eru: