- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þelamerkurskóli hefur unnið samkvæmt áætlun Olweusar gegn einelti síðan á haustönn 2008. Áætlunin felur í sér að allir sem að skólastarfinu kom geti verið samtaka í að vinna gegn einelti. Það er gert með fræðslu og umræðum þar sem starfsfólk, nemendur og foreldrar læra að koma auga á einkenni eineltis, hvernig eigi að bregðast við því og síðast en ekki síst að miða starfið við að einelti fái ekki þrifist í starfsemi skólans.
Í desember á hverju ári er könnun Olweusar á einelti í skólum lögð fyrir nemendur 5.-10. bekkjar. Þannig er hægt að fylgjast með því hvernig gengur að vinna gegn einelti í skólanum og að bregðast við því sem þarf.