Frístund

Í Þelamerkurskóla er starfrækt frístund fyrir skráða nemendur í 1.-4. bekk alla virka skóladaga auk þess sem frístund verður opin þá starfsdaga sem ekki eru sameiginlegir með leikskólanum Álfasteini. Skrá þarf sérstaklega í frístund á þessum starfsdögum.

Frístund er gæsla gegn gjaldi fyrir 1.-4. bekk að lokinni kennslu til kl 16:15 mánudaga til fimmtudaga og til kl. 15.15 á föstudögum. Góð aðstaða er fyrir nemendur til að stunda fjölbreyttan leik og sköpun. Frístundin er til húsa í nýbyggingu Þelamerkurskóla, efri hæð tengiálmu. Gengið er um aðalinngang Þelamerkurskóla.

Skipulag frístundar:
Hægt er að skrá barn í allt frá einum og upp í fimm daga í viku og miðast verð við daggjald. Auk þess er hægt að skrá barn í frístund starfsdagana 17. okt., 13. nóv,. og 3. jan. 

Skóla lýkur kl. 14.00 mánudaga - fimmtudaga og kl. 13.05 á föstudögum. Að skóla loknum fara frístundarbörnin beint í matsalinn til að fá sér síðdegishressingu. Því næst fara þau með starfsmanni inn í sjálfa frístundina þar sem farið er yfir skipulag dagsins. 

Frístund er opin þá daga sem eru skilgreindir sem skóladagar skv. skóladagatali auk þriggja starfsdaga af fimm; 17. okt., 13. nóv,. og 3. jan. 

Smáraæfingar
Tvisvar sinnum í viku hefur Ungmennafélagið Smárinn boðið upp á íþróttaæfingar fyrir börn að skóla loknum, foreldrum að kostnaðarlausu. Líklega verður um mánudaga og fimmtudaga að ræða. Fylgist með auglýsingum frá Smáranum á facebook síðu félagsins sjá hér

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 14.00 - 16.15
Föstudagar kl. 13.10 - 15.15

Gjald

Vistunargjald pr. dag:                    650 kr.
Hressing pr dag                              155 kr.
Gjald á dag:                                    805 kr.

Starfsfólk:
Tveir starfsmenn munu sjá um starfið og verður Berghildur Ösp Jósavinsdóttir í forsvari fyrir daglegt skipulag. Yfirmaður frístundar er skólastjóri. 

Skuldbinding:
Nemandi er skráður í eina önn í senn og foreldrar/forráðamenn skuldbinda sig þannig til að greiða fyrir alla önnina út frá fjölda skráðra daga. Reikningur berst í heimabanka mánaðarlega saman með reikningi fyrir fæðisgjald í skólanum. 

Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn láti vita með tölvupósti eða símtali að morgni dags ef nemandi á EKKI að fara í frístund á skráðum degi en er samt í skólanum. Ekki er heimilt að senda barnið með slík skilaboð munnlega. Gert er ráð fyrir að öll skráð börn mæti í frístund, séu þau á annað borð í skólanum, nema sérstök forföll verða og þá fyrirfram tilkynnt af foreldrum að þau eigi að fara heim í skólalok.