Bekkjarfundir

Grundvallarfærni fyrir bekkjarfundi

Bekkjarfundir eru grundvallaratriði í framkvæmd stefnunnar því að þar fá nemendur tækifæri til að æfa sig í öruggu umhverfi. Því er lögð mikil áhersla á að kenna rétta framkvæmd þeirra, þeir séu haldnir eftir settum reglum og nægilega oft.
Í framkvæmd bekkjarfundanna er lögð áhersla á eftirfarandi:

1. Hrós og hvatning Fundur
2. Að fylgja málum eftir – hvernig gengur okkur?
3. Mál á dagskrá – við ræðum, hlustum og leitum lausna
4. Dagskráin framundan – verkefni, ferðir og þess háttar

 

Að ala upp kynslóð sem er…

    • Ábyrgðarfull, kurteis, fær í samskiptum og úrræðagóð!
    • Jákvæður agi - grunnhugsun
    • Að þróa samskipti í skólum, fjölskyldum og samfélaginu sem byggja á gagnkvæmri virðingu.
    • Að undirbúa jarðveginn
    • Bekkjarsáttmálar og viðmið
    • Að skapa venjur
    • Mikilvæg störf
    • Sjálfsstjórn
    • Samskiptafærni
    • Gagnkvæm virðing
    • Að efla samvinnu
    • Mistök eru tækifæri til að læra*
    • Hvatning
    • Að virða fjölbreytileikann
    • Að sannfæra nemendur um gildi bekkjarfunda

*Mistök eru tækifæri til að læra

Mikilvægt er að kenna börnum að losna við sektarkennd, skömm og ásakanir eftir að hafa gert mistök. Að geta beðist afsökunar á mistökum og fundið út í sameiningu hvernig hægt er að læra af þeim bætir oft samskipti og þau geta orðið betri heldur en þau voru áður en mistökin voru gerð.