Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfun í Þelamerkurskóla

    • Styðja fólk, styrkja það og kenna því að takast á við daglegt líf (hversdagslífið, vinnuna, áhugamálin og heimilislífið).

    • Iðja = allar þær athafnir/verk fólks til að annast sjálft sig (eigin umsjá), vera nýtir þjóðfélagsþegnar (störf) og njóta lífsins (tómstundaiðja).

    • Hlutverk í skóla m.a; efla félagsfærni og sjálfsbjargargetu, efla trú á eigin getu, aðlögun á umhverfi og iðju, virk þátttaka, horfa á styrkleika og áhuga skjólstæðings...

 

Dæmi um skjólstæðinga iðjuþjálfa eru nemendur sem vilja;

    • leika við bekkjarfélaga sína í frímínútum en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því.

    • vinna verkefni í tímum með hjálp tölvu í stað þess að skrifa því svo erfitt að beita blýantinum og mynda stafina eða svo lengi að skrifa.

    • fá heimavinnutíma í skólanum því þar er aðstoð að fá en lítil sem engin heima.

    • vinna með fínhreyfingarnar sínar því vilja geta rennt sjálfir upp jakkanum sínum.

    • fá að vera með í hópavinnu en vita ekki hvernig á að haga sér í þess konar vinnu.

    • fara á klósettið í skólanum án þess að fá hjálp.Allir vinna saman

    • þjálfa talið svo skólafélagarnir skilji betur hvað maður vill.

    • efla trú sína á eigin getu hvað varðar bóklega námið með því að gera meira af því sem þeir eru góðir í og nýta hæfileikana í að skapa hluti sem þeir hafa áhuga á.

 

Sálfélagslegir þættir:

vinna með; tilfinningar, félagsleg samskipti, stjórn á eigin lífi, sjálfsmynd, áhuga, gildi, hátterni, tjáningu, samskipti, vald á hlutverkum, sjálfsstjórn, einbeitingu, verkbyrjun/verklok, lausn viðfangsefnis:

      • endurspeglast í því hvernig nemendur haga sér og hefur áhrif á iðjumynstur þeirra.

      • getur haft áhrif á félagsleg tengsl þeirra.

  • Aðlögun á umhverfi og athöfnum nemandans er mikilvæg svo hann verði virkur þátttakandi í skólastarfinu, ekki einhver áhorfandi sem hefur lítið sem ekkert um hlutina að segja.
  • Nám fer ekki einungis fram með því að lesa og vinna í bókum! Það er jafn mikilvægt að leggja áherslu á að vinna með nemendum í því að auka sjálfsbjargargetu, ánægju, þátttöku og virkni þeirra í daglega lífinu.

Færni er lykilorð iðjuþjálfunar. Iðjuþjálfar fást við færni við iðju. Og hvað er svo iðja?.....skrifa ritgerð, fara á klósettið, spila golf, tala saman, flokka póst, elda mat og ótalmargt fleira. Iðja eru allar þær athafnir og verk sem við tökum okkur fyrir hendur í daglega lífinu!

Og hvað er það sem vinnst með því að koma til móts við þarfir nemenda?

Jákvæðni, virkni, verkgeta, samskiptafærni, samvinna, hlustun, fara eftir fyrirmælum/leiðbeiningum, úthald, vinnubrögð, hlutverk, gefa af sér, finna að maður skiptir máli og geri gagn, einbeiting, minni, virða og fylgja reglum, kurteisi, hjálpsemi, sjálfstæði, frumkvæði, trú á eigin getu, lausn vandamála...

....og margt, margt fleira

...þetta er allt færni sem er okkur nauðsynleg í daglega lífinu og í framtíðinni, þetta þurfum við að læra og þjálfa eins og að læra að stigbreyta, deila, fallbeygja, margfalda....