Byrjendalæsi

Haustið 2010 hóf Þelamerkurskóli innleiðingu á verkefninu Byrjendalæsi - smellið til að opna vef Byrjendalæsis.

Miðstöð skólaþróunar við Háskólans á Akureyri sér um innleiðingu þess og fræðslu.

Það eru umsjónarkennarar nemenda 1.-4. bekkjar og sérkennari skólans sem sækja þá fræðslu. Markmið Byrjendalæsis er að þróa vinnubrögð í lestrarkennslu í 1. og 2. bekk með það fyrir augum að auka lestrarfærni nemenda. Vinnubrögð taka mið af kenningum um samvirkar aðferðir. Lögð er áhersla á að nemendur læri að lesa út frá merkingarbærum textum þar sem jöfnum höndum verður lögð áhersla á talmál og reynslu barnanna og textavinnu, samband stafs og hljóðs, sundurgreinandi og samtengjandi aðferðir. Jafnframt er lögð áhersla á aukinn orðaforða, lesskilning og ritun. Móðurmálsnám verður heildstætt að því leyti að öll vinna tengd lestri og ritun fellur undir fjölbreytt og skapandi vinnubrögð Byrjendalæsis, en rannsóknir sýna að heildstæð nálgun á læsi og móðurmálskennslu er best til þess fallin að ná víðtækum árangri í læsi.

Fróðleikur, rannsóknir og skrif um Byrjendalæsi:

Úr Skólaþráðum: „...með Byrjendalæsi opnaðist nýr heimur tækifæra“ - Dæmi um skapandi læsiskennslu í 2. bekk

Af lesvefnum

Rannsóknir á Byrjendalæsi