Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Þelamerkurskóla verður haldinn þriðjudaginn 8. október kl. 19:00. 

Dagskrá:

1.Súpa og brauð kl. 19:00

2.Aðalfundarstörf kl. 19:30

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningar félagsins lagðir fram
  • Kosning í stjórn og nefndir
  • Önnur mál

3.Fræðsluerindi kl. 20:00-21:30

Aðalheiður Sigurðardóttir flytur erindið Af hverju triggerast ég og hvað liggur á bak við erfiða hegðun. Í fyrirlestrinum fjallar Aðalheiður m.a. um hvernig við sem foreldrar mætum hegðun barna okkar, hvað er það sem triggerar okkur, hvernig meðhöndlum við triggerana í aðstæðum og hvernig getum við fyrirbyggt eða losnað við triggerana? Jafnframt fer Aðalheiður inn á hvað á sér stað innra með börnum sem eiga erfitt og hverjir áhrifavaldarnir á taugakerfi í uppnámi eru. Hún tekur fyrir leiðir og ræðir um ákveðin verkfæri sem við getum nýtt til að aðstoða barn út úr vanlíðan. Fyrirlestrinum er ætlað að veita praktísk ráð. Frekari upplýsingar má finna á egerunik.is