- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Öskudagsgleði verður í Þelamerkurskóla á sprengidaginn sem er þriðjudaginn 12. febrúar n.k. Fyrirkomulag dagsins verður með hefðbundnu sniði. Nemendur geta komið strax um morguninn í búningum sínum en ómáluð. Þeir sem þurfa aðstoð við málun fá hana í stofu 3 strax eftir hádegismat. En fram að hádegi er kennt samkvæmt stundaskrá. Öskudagsskemmtunin hefst á sal kl. 13.15.
Dagskrá hennar er: Kötturinn sleginn úr tunnunni. Tunnukóngur/drottning krýnd/ur. Söngvakeppni öskudagsliða. Marsering undir stjórn elsta námshópsins – skólavinir marsera saman. Öskudagsball þar sem allir taka þátt. Á öskudagsskemmtuninni er skemmtilegt að allir mæti í búningum og það telst ekki búningur að setja á sig derhúfu eða svitaband. Foreldrar í búningum eru velkomnir á skemmtunina. Einnig verða veitt verðlaun í söngvakeppninni.
Rútur fara heim kl. 14.45. Á sjálfan öskudaginn sem er miðvikudaginn 13. febrúar er starfsdagur í skólanum og frí hjá nemendum. Fimmtudaginn 14. febrúar og föstudaginn 15. febrúar er vetrarfrí í skólanum.