Auðunn Orri setur tillögu sína í kassann
Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn og þá þótti tilhlýðilegt að hefja umræðu innan skólans um
farsíma- og snjalltækjanotkun á skólatíma.
Ingileif skólastjóri og Unnar aðstoðarskólastjóri hafa því gert tillögu að sáttmála um farsíma- og
snjalltækjanotkun í Þelamerkurskóla. Þau kynntu tillöguna fyrir nemendum 5.-10. bekkjar í morgun:
Sáttmáli um farsíma- og snjalltækjanotkun í Þelamerkurskóla
- Við erum sammála um að það megi koma með farsíma og snjalltæki í skólann en þau eiga að vera ofan í tösku og
slökkt á þeim á skólatíma (8:30-14:20).
- Við erum sammála um að þegar ekki er farið eftir þessari reglu er síminn gerður upptækur og foreldrar þurfa að sækja hann til
skólastjórnenda.
Tillagan mun svo liggja frammi til næsta föstudags. Nemendur geta komið með tillögur að breytingum á
sáttmálanum. Á föstudaginn verður farið yfir tillögur nemenda. Í næstu viku verður
svo hægt að leggja fram sáttmálann þannig að í honum verði reglur sem allir treysta sér til að fara eftir. Vonast er til þess að
allir geti ritað undir hann, honum verði svo komið fyrir í ramma sem verður hengdur upp þar sem allir sjá hann.
Nemendur byrjuðu strax í morgun að skrifa niður tillögur að breytingum á tillögu skólastjórnenda.