- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í dag fórum við niður að Hörgá. Við fengum sól og blíðu og allir nutu þess að leika sér við árbakkann og við pollana í kringum ána. Nemendum var skipt upp í hópa og var hver hópur með einn háf. Við gerðum ítrekaðar tilraunir að veiða síli en þau hafa verið að synda annars staðar í augnablikinu. Við sáum ekki heldur silung en fullt af njóla og fíflablöðkum á bökkunum sem við veiddum í staðinn. Yndislegt að leika sér í þessu veðri og gaman að vera öll saman.
Hér eru myndir sem teknar voru þá þessum fallega degi.