- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í gær fóru Vinaliðar skólans á leikjanámskeið og lærðu marga leiki sem þeir ætla að kenna samnemendum sínum í vetur. Á næsta mánudag stjórna þeir fyrstu leikjunum í frímínútum. Skipulag næstu tveggja vikna hangir upp í anddyri skólans.
Mánudaginn 23. sept., miðvikudaginn 25. sept. og þriðjudaginn 1. okt. kenna Sunneva og Elís Freyr leikinn Að ná fánanum og Hildur Helga og Máni Freyr kenna Kolkrabbaleikinn. Þau verða öll á grasvellinum norðan við skólann.
Þriðjudaginn 24. sept. mánudaginn 30. sept. og miðvikudaginn 2. okt. verða Kara Hildur og Anna Ágústa með Þvottaklemmuleikinn og Eyrún Lilja og Benedikt Sölvi kenna leikinn Geisli. Þau verða líka á grasvellinum.