- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Mánudaginn 26. september fer Norræna skólahlaupið fram í skólanum. Sem fyrr verður hlaupið á Skottinu og farið frá Tréstöðum. Nemendur hlaupa 2,5, 5 og 10 km. Þeir sem hlaupa 2,5 km. hlaupa næstum að Skipalóni, þeir sem hlaupa 5 km. hlaupa rúmlega að Gásum og þeir sem hlaupa 10 km. hlaupa að Hlíðarbæ. Rútur ferja nemendur til og frá skóla. Hádegismatur verður tilbúinn þegar nemendur koma í skólann og verður hann milli kl. 11:30-12:30 og geta nemendur því borðað um leið og þeir koma úr hlaupinu og síðan farið niður í laug til að skola sig og í heita pottinn. Eftir kl. 13:00 er kennt samkvæmt stundaskrá.
Þeir sem vilja fylgjast með ferðum okkar geta miðað sig við rútu- og tímaskipulagið sem hægt er að skoða með því að smella hér.