Samræmdu prófin og fögnuður

9. og 10. bekkur á Staðarhnjúki
9. og 10. bekkur á Staðarhnjúki

Í dag leysa nemendur 4. og 7. bekkjar samræmd próf í íslensku og á morgun verður prófað í stærðfræði. Í hléinu í morgun sögðu nemendur 4. bekkjar að fyrri hluti prófsins hefði verið skemmtilegur. Óli kokkur hefur komið þeim sið á að hressingin í hléum samræmdu prófanna kemur frá Kristjánsbakaríi á Akureyri.

10. bekkur er nú í Samskólaferð í Bárðardal og fagnar lokum samræmdu prófanna sinna. 9. bekkur fór með þeim. Krakkarnir héldu af stað eftir morgunmat í morgun. Í Bárðardal taka nemendur þátt í dagskrá sem er skipulögð af skólabúðunum í Kiðagili. Nemendur fá kennslu í kortalestri og áttavitanotkun, umgengni á fjöllum og í fjallkofum, spreyta sig á ratleik og halda kvöldvöku. Gist verður í Stórutungu í Bárðardal. Gauti fór með nemendum. 

Þessi ferð er liður í samstarfi Grenivíkurskóla, Valsárskóla, Þelamerkurskóla og Stórutjarnaskóla.