Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 12. mars var Stóra upplestrarkeppnin í Grenivíkurskóla. Þátttökuskólar voru Hrafnagilsskóli, Valsárskóli, Grenivíkurskóli og Þelamerkurskóli. Fulltrúar Þelamerkurskóla þau Anna Ágústa Bernhardsdóttir og Bjarni Ísak Tryggvason nemendur í 7. bekk. Þau stóðu sig mjög vel og voru skólanum til sóma. Anna Ágústa nældi sér í þriðju verðlaun í keppninni og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn. 

Hér eru nokkrar myndir frá Stóru upplestrarkeppninni.