1. maí hlaup UFA

Það var skemmtilegt að vera á Þórsvellinum í gær þegar 250 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í 1. maí hlaupi UFA. Greifinn gaf að venju pizzur, MS drykki og dregin voru út verðlaun frá Sportveri og Brooks. 

Þelamerkurskóli sigraði í flokki fámennra skóla með 25,6% þátttöku. Við fengum farandbikar fyrir þennan árangur og annan eignabikar.
Í 5 km. hlaupi var tekinn tíminn á öllum hlaupurum og verðlaun veitt fyrir fyrstu sætin.
Nemendur frá Þelamerkurskóla sigruðu í þremur flokkum og urðu númer 2 í einum flokki.
 
Þetta voru:
Stelpur 12 ára og yngri: Jakobína Hjörvarsdóttir 1. sæti.
Stelpur 13 - 14 ára: Heiðdís Valdimarsdóttir 2. sæti.
Stelpur 15 - 16 ára: Kara Hildur Axelsdóttir 1. sæti.
Strákar 15 - 16 ára: Helgi Pétur Davíðsson 1. sæti.
 
Tíma keppenda má sjá á heimasíðu www.ufa.is.  
Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt í nafni skólans.