- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri setti upp verkefni á Barnamenningarhátíðinni sem þau kalla ,,Barnaleikir fyrr og nú“. Í verkefninu bjóða íbúðar Hlíðar nemendum í 2.bekk í heimsókn. Anna Rós og nemendur í 2. bekk nýttu þetta góða boð og skelltu sér í bæjarferð. Í heimsókninni sögðu íbúar frá leikjum sem þau léku sér í sem börn, nemendur fengu að skoða allskonar leikföng og spjalla við íbúa og notendur um leiki. Þau luku heimsókninni með söng og hressingu. Þetta var góð stund og eru myndir frá þessum viðburði inn á facebook síðunni Heilsuvernd hjúkrunarheimili. Þegar farið er í kaupstað er venjan að nýta ferðina og var því auk heimsóknarinnar farið í álfaleit í Lystigarðinum, en í Byrjendalæsisvinnu í skólanum er verið að vinna með Dísu ljósálf og álfaþema. Það var mjög gaman að ganga um garðinn í morgunrökkrinu. Fallegar seríur lýsa upp garðinn og gefa honum ævintýralegan blæ. Nemendur sáu að sjálfsögðu álfa á stangli.