2. bekkur í heimsókn á Hlíð

Föstudaginn 11.október fóru nemendur í 2.bekk í vettvangsferð til Akureyrar. 

Við byrjuðum á að fara í Lystigarðinn. Við gengum um garðinn, lékum okkur í snjónum og höfðum gaman. Síðan var farið í heimsókn á Hlíð. Þar hittum við heimilisfólk og starfsfólk sem tóku vel á móti okkur. Búið var að setja upp borð með hinum ýmsu munum frá því í gamla daga. Má þar nefna bein, leggi, skeljar og horn. Eins fengu börnin að leika sér með gömul leikföng. Börnin sungu þrjú lög og í lokin fengu þau ávaxtasafa og kleinur. Öll börnin eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra ferð! Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.