5. bekkur í berjamó

5. bekkur fór í berjamó í heimilisfræðitímanum sínum upp í Laugalandsskóg ofan við skólann. Ferðin gekk glimrandi vel og létu nemendur rennblauta jörð ekki dempa andann. Mikil jákvæðni einkenndi hópinn og týndu þau falleg bláber allan tímann enda náðum við að týna heilan helling af berjum. Í næsta tíma munum við svo nýta berin í bláberjamuffins og uppáhald allra; bláber og rjóma. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.