- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Aðalfundur Foreldrafélags Þelamerkurskóla var haldinn í mötuneytissalnum mánudaginn 21. okt. sl. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf, kynning á nýju heimsíðu skólans og verkefni félagsins í vetur.
Hafdís Hauksdóttir sem hefur verið gjaldkeri félagsins undanfarin ár, hætti í stjórn og í hennar stað var Eva María Ólafsdóttir kosin. Til viðbótar vantar einn meðstjórnanda í stjórnina. Foreldrar eru beðnir um að hafa samband við Ragnheiði Margréti á Syðri Bægisá, hafi þeir áhuga á að starfa með stjórninni að uppbyggingu félagsins. Aðrir í stjórn gáfu áfram kost á sér. En þeir eru ásamt gjaldkera og formanni Jón Þór Benediktsson Ytri Bakka og Ásdís Skarphéðinsdóttir.
Fundurinn samþykkti að verkefni vetrarins yrði að bjóða uppá tvo fræðslufundi fyrir foreldra. Annar fundurinn færi fram á haustönninni og hinn á vorönninni. Einnig mun félagið standa fyrir árlegri skemmtiferð fyrir 10. bekkinga í lok skólaársins.