- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Göngudagur skólans var mánudaginn 26. ágúst. Farið var með 5. - 6. bekk í gönguferð að Krossastaðagili. Veðrið lék við okkur og þrátt fyrir erfiða göngu stóðu allir sig vel. Við skoðuðum plöntur, tíndum bláber, krækiber og hrútaber. Einnig fundu nokkrir nemendur villt jarðarber. Hér má sjá myndir sem teknar voru í ferðinni. 7. - 8. bekkur fór í gönguferð að Hraunsvatni og Þverbrekkuvatni. Gengið var frá Hrauni. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni. Tveir elstu bekkir skólans gengu á Staðarhnjúk. Hér má sjá myndir úr ferðinni.