Afhendum söfnunarféð til UNICEF

Skólagögn fyrir 40 börn eru í hverjum kassa.
Skólagögn fyrir 40 börn eru í hverjum kassa.

Alls söfnuðust rúmlega 160 000 kr. sem verða afhentar fulltrúm UNICEF í dag kl. 13:00. Þá safnast nemendur og starfsmenn saman í stofu 4 og fulltrúi úr ungmennaráði UNICEF tekur við söfnunarfénu. Starfsmenn UNICEF í Reykjavík verða viðstaddir í gegnum SKYPE og ætla að sýna nemendum hvernig skóli í kassa lítur út og segja frá því hvar og hvernig hann nýtist börnum í neyðaraðstæðum.

Nemendur höfðu sett sér það markmið að safna fyrir tveimur kössum á markaðnum en hann fékk svo góðar viðtökur að það tókst að safna fyrir sex kössum. Það eru skólagögn fyrir 240 börn. Það er tæplega  þrisvar sinnum nemendafjöldi Þelamerkurskóla.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.