- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Hið árlega 1. maí hlaup UFA fer fram á sunnudaginn. Í ár ætlum við aftur að hvetja nemendur okkar til að taka þátt með því að greiða þátttökugjöld þeirra. Í fyrra fengum við bikar fyrir bestu þátttöku að þeim skólum sem tóku þátt. Við vonum að geta endurtekið leikinn enda er hreyfing, heilsa og hollusta hluta af sérstöðu skólans.
Hlaupið fer fram á Þórsvellinum. Boðið er upp á tvær vegalengdir fyrir grunnskólabörn, 2 og 5 km. Upplýsingar um leiðir og tímasetningar eru á heimasíðu UFA. Allir þátttakendur fá verðlaunapening. Greifapizzu og drykki frá MS að hlaupi loknu. Rafræn skráning í hlaupið hefur verið send til foreldra í tölvupósti og þarf henni að vera lokið fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 28. apríl. Hlökkum til þess að sjá sem flesta.