Afreksíþróttamenn úr Eyjafirði

Norðlendingar eiga úrvals leikara en hvernig stöndum við okkur þegar kemur að íþróttum? margir góðir íþróttamenn koma frá Norðurlandi, hér á eftir ætlum við að fjalla um nokkra af þeim helstu. 

Eiríkur og Halldór Helgasynir

Halldór og Eiríkur Helgasynir eru fremstu snjóbrettakappar Íslands. Meðal annars hefur Halldór Helgason unnið vetrar X -leikana ( X-games) og mörg önnur stórmót. Halldór fæddist 10. janúar árið 1991 og Eiríkur 5. september árið 1987 þeir ólust upp á Sílastöðum, í Eyjarfirði.

Þeir byrjuðu snemma að þjóta niður Hlíðarfjall á snjóbrettum. Eiki kom bróður sínum af stað þegar hann var aðeins 9 ára gamall en þá hafði Eiki stundað snjóbrettamensku í eitt ár. Á yngri árum Halldórs var hann fremstur í flokki á meðal sinna jafnaldra og var byrjaður að gera það gott í karlaflokki. 

Halldór vann svokallaða Big air grein á vetrar X-leikunum eins og fyrr var greint frá með fullt hús stiga og eftir þann sigur bauð Nike snowboard honum samning. Í dag eiga þeir bræður heima í Mónakó og þeirra tími fer mestur við að taka upp myndbönd og nokkrum sinnum á ári keppa þeir.

Helstu styrktaraðilar Halldórs og Eika eru Nike, Monster energy og Coloud headphones auk þess eiga þeir þrjú fyrirtæki sem heita Lobster sem framleiðir snjóbretti, Hoopipolla sem framleiðir húfur og svo eiga þeir beltafyrirtæki sem heitir 7/9/13. 

Hér má sjá myndband af stökki Halldórs sem kom honum á heimsmælikvarða.

 

Aron Einar Malmquist

Aron Einar fæddist á Akureyri 22. apríl árið 1989. Hann stundar fótbolta og hann byrjaði feril sinn hjá Þór árið 2005, en ári seinna hélt hann til Hollands að spila hjá Alkmaar Zaanstreek (AZ). Þar spilaði hann á árunum 2006-2008 eftir það fór hann til Coventry og spilaði með Coventry city. Þar skoraði hann sitt fyrsta mark á ferlinum. Hann var maður ársins hjá Coventry tímabilið 2008-2009. Aron fór til Cardiff eftir hafa verið hjá Coventry city í þrjú ár. Þar spilar hann enn þann dag í dag.

Aron Einar spilaði með u 17, u18 og u 21 árs landsliðinu og síðan 2008 hefur hann spilað með Íslenska karlandsliðinu og frá árinu 2012 hefur hann verið fyrirliði þess.

María Guðmundsdóttir hefur náð mjög langt á skíðum og er ein fremsta skíðakona landsins, við eigum líka aðra skíðakonu að nafni Dagný Linda Kristjánsdóttir, en hún hefur þrisvar verið kosin íþróttamaður Akureyrar og sjö sinnum skíðakona ársins. Hún hefur keppt á mörgum stórmótum og staðið sig mjög vel og var ein af fremstu skíðakonum landsins um árabil. Dagný lagði skíðin á hilluna eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli í hægri fæti. Sundkonan Bryndís Rún Hansen hefur verið kosin þrisvar íþróttamaður Akureyrar hún hefur unnið fimm íslandsmeistara titla og sett fimm íslandsmet að auki varð hún norskur meistari árið 2010.

Jón Benedikt Gíslason hefur verið einn fremsti íshokkímaður landsins, hann hefur í tvígang verið kosin íshokkímaður ársins og tvisvar verið kosin íshokkímaður skautafélags Akureyrar. Jón er fyrstur íshokkímanna að spila sem atvinnumaður í útlöndum en það gerði hann þegar hann spilaði í Kína.

Á Norðurlandi er hægt að leggja stund á margar íþróttir og allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi, þær helstu eru: Skák, siglingar, fótbolti, handbolti, íshokkí, MMA, keila, pílukast, judo, karate, tae kwon do, körfubolti, fimleikar, sund, badminton, blak, borðtennis, billiard, frjálsar íþróttir, dans,  crossfit, golf, kraftliftingar, hestaíþróttir, ýmsar akstursíþróttir, skotfimi, tennis, stangveiði, skíði, bretti, listhlaup, boccia og bridds.