- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Vorið 2015 munu börnin okkar leggja upp í skólaferðalag sem verður vonandi ógleymanleg skemmtun fyrir þau. Til að það geti orðið að veruleika þurfum við að safna aurum í baukinn og því ekki seinna vænna en að fara að huga að því. Fyrsta fjáröflunin mun fara fram föstudaginn 17. jan. þegar opnað verður ítalskt veitingahús í mötuneyti Þelamerkurskóla. Hugmyndin er ekki lengur hugmynd heldur komin af teikniborðinu og komin í framkvæmd.
Beinagrindin er þessi: Föstudaginn 17. jan. kl. 19:30 verður opnaður veitingastaður "Italinao Pizzeria í Þeló" og verður selt þar inn á pizza- og pastahlaðborð. Gosdrykkir og meðlæti verða einnig á hlaðborðinu þannig að einungis þarf að borga inn. Þeir sem ætla að mæta verða að skrá sig í auglýst netfang eða síma. Aðeins þannig getum við áætlað magnið sem þarf. Óli kokkur í Þeló er verkstjóri hópsins en öll börnin í 8. og 9. bekk munu koma að "eldhúsinu" og sjá um pizzabakstur, pastagerð, gera salinn kláran, selja inn og allt það. Fjórar mömmur verða hópnum til halds og trausts, Anna Guðrún mamma Auðuns Orra, Ásdís mamma Elvars, Líney Emma mamma Baldurs og Sigga mamma Hörpu.
Fljótlega verður send út auglýsing um þetta á hvert heimili í Hörgársveit og biðjum við foreldra að taka vel í þetta framtak til að styðja við krakkana okkar sem vonandi ná með þessu að safna sér nokkrum fjármunum. Veitingasalan er opin fyrir alla og geta því sveitungar, ættingjar og vinir einnig skráð sig til þátttöku.
Hlökkum til dagsins.
Með kveðju f.h. framkvæmdanefndar
Anna Guðrún Grétarsdóttir Fornhaga II s: 893-9579