- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
í vikunni 24-28. mars kom myndlistarkonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir betur þekkt sem Alla myndmenntakennari í heimsókn til okkar í skólann. Hún kynnti fyrir nemendum í 7. - 10. bekk myndlist og setti okkur fyrir verkefni. Flestir nemendurnir muna eftir henni frá yngri árum sínum þar sem hún kenndi myndmennt í Þelamörk.
Verkefnin sem Alla setti okkur fyrir voru mismunandi og fékk 7. bekkur það verkefni að útbúa dýr úr pappakössum og eggjabökkum, nemendur gerðu ljón, skjaldböku, naut og mörgæs. 8. bekkur átti að búa til rými úr pappakössum þar sem að manneskja gat verið inn í, þau gerðu geimskip, tímavél og píramída. 9. og 10. bekkur fékk það verkefni að útbúa sig sem nýja lífveru, þau unnu úr eggjabökkum og sumir notuðu pappakassa. Þau gerðu mörg falleg verkefni, þar að meðal grímur, búning á sig sjálfa og annað skemmtilegt. Þessi verkefni komu vel út og voru mjög fjölbreytt. Þið getið skoðað myndir af þeim hér.
Okkur fannst þetta verkefni vera mjög skemmtilegt og ágætt að fá að taka smá pásu úr námi einn dag til að gera eitthvað annað eins og þetta.