- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Einu sinni í hverjum mánuði hringir skólastjóri inn í Allir lesa stund og í dag var Allir lesa stund desembermánaðar. Nemendur og starfsfólk dreifðu sér sem fyrr um allan skóla og það er alltaf jafn vinsælt að koma sér fyrir t.d. á kaffistofu starfsfólks eða skrifstofu skólastjórnenda og sökkva sér niður í lesefni að eigin vali í 20 mínútur. Á öllum svæðum hafa nemendur fyrir augunum fullorðna lestrarfyrirmynd. Sumir völdu að láta lesa fyrir sig meðan aðrir lásu einir í ró eða tveir saman. Dýrmæt stund sem hefur jákvæð áhrif á læsi allra. Þess má geta að lestraráhugi hefur samkvæmt mælingu aukist á milli ára hjá nemendum skólans. Hér má sjá nokkrar myndir frá stundinni í dag sem og Allir lesa í nóvember.