- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þriðjudaginn 13. maí er bændadagur í Þelamerkurskóla. Þá fara allir nemendur á bæi í sveitarfélaginu. 1.-4. bekkur verður í Skriðu með umsjónarkennurum sínum og Jónínu Sverrisdóttur, 5. bekkur fer í Stóra Dunhaga með Huldu umsjónarkennara sínum. Skólaakstur nemenda 1.-5. bekkjar er eins og á venjulegum skóladögum.
Nemendur 6.-10. bekkjar dreifast á bæi, skólaakstur þeirra nemenda raskast þennan dag og í bréfinu hér fyrir neðan er yfirlit yfir akstur þessara nemenda.
Undanfarin ár hafa nemendur 9. og 10. bekkjar farið á bæi í Hörgársveit, unnið með bændum, leyst verkefni og kynnt sér störfin á bæjunum. Sá dagur hefur alltaf heppnast vel og því var ákveðið að fara lengra með þetta verkefni í ár og senda alla nemendur skólans á sveitabæi. Þetta er liður í því að styrkja og efla tengsl skólans við heimabyggð nemenda skóla.
Í dag fór tölvupóstur til foreldra nemenda í 6.-10. bekk. Í tölvupóstinum eru upplýsingar um á hvaða bæi nemendur fara og hvernig akstri verður háttað þennan dag.
Smelltu hérna og þá getur þú skoðað bréfið og yfirlit yfir hvert nemendur fara.
Hér getur þú skoðað myndir sem teknar voru þennan dag.