- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Það hefur verið nóg um að vera hjá barnakór Þelamerkurskóla undanfarið. Á sunnudagskvöldinu sungu þau á aðventukvöldi í Bægisárkirkju og fylltu kirkjuna af dásamlegum söng. Á mánudaginn fóru þau svo á rúntinn með Heimi Ingimars kórstjóra og sungu fyrir börn og starfsfólk á Álfasteini og tróðu svo upp á dvalarheimilinu Hlíð fyrir fullum sal. Þau fengu frábærar móttökur, voru klöppuð upp og fengu mikið lof fyrir fallegan söng. Við getum svo sannarlega verið stolt af þessum flotta kór og minnum á að það er alltaf pláss fyrir fleiri nemendur í kórnum.