- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í síðustu viku fengu 6. - 7. bekkur skólans kennslu í endurlífgun. Susanne skólahjúkrunarfræðingur sá um kennsluna ásamt öðrum hjúkrunarfræðingi.
Í bréfi sem skólinn fékk stendur m.a. að undanfarið ár hafi verið í undirbúningi að innleiða verkefnið „Börnin bjarga“ í heilsuvernd skólabarna. Verkefnið gengur út á að kenna nemendum í 6. – 10. bekk markvisst og árlega endurlífgun. Kennslan er í formi fyrirlesturs og verklegrar kennslu með einföldum endurlífgunardúkkum.
Þetta verkefni er hluti af átakinu Kids save lives, sem Endurlífgunarráð Evrópu (ERC) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO), settu af stað í þeim tilgangi að hvetja allar þjóðir heims til þess að innleiða endurlífgunarkennslu meðal grunnskólanema. Rannsóknir sýna að slík kennsla eykur fjölda þátttakenda í endurlífgun umtalsvert og bætir lífslíkur í kjölfar hjartastopps utan spítala svo um munar.
Hér eru myndir frá námskeiðinu.