- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Eins og hefð er fyrir í lok nóvember voru jólatré skólans sótt upp í skógræktina fyrir ofan skólann. Þetta er hlutverk 1. og 2. bekkinga sem sækja litla tréð sem dansað er í kringum á litlu jólunum og síðan 8. bekkinga sem sækja stóra jólatréð sem sett er upp á skólalóðinni. Oft hefur þetta verið töluverð erfiðisvinna vegna snjóalaga en ekki að þessu sinni því jörð var nánast auð.
Hér eru myndir sem teknar voru þegar 1. og 2. bekkur náði í sitt tré og hér myndir þegar 8. bekkingar sóttu stóra tréð.