- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Fræðslunefnd Hörgársveitar kom saman þriðjudagainn 14. nóvember og tók meðal annars fyrir tillögu að breytingu á skóladagatali skólaársins 2017-2018.
Í vor þegar skóladagatalið var unnið og samþykkt láðist að telja göngudaginn í haust sem tvöfaldan dag. En hann er það sem við köllum langur dagur, því nemendur eru í skólanum til kl. 16:00. Til að leiðrétta það lagði skólastjóri til að miðvikudagurinn 18. apríl (dagurinn fyrir sumardaginn fyrsta) yrði gerður að endurmenntunardegi starfsmanna. Það þýðir að þann dag eiga nemendur frí og starfsmenn sækja sér endurmenntun af einhverju tagi.
Hérna er ný útgáfa af skóladagatalinu.