Í dagskránni fyrir maí sem nemendur komu með heim um daginn stendur að skólaslitin fari fram föstudaginn 5. júní kl. 16:00 þrátt
fyrir að á skóladagatalinu séu þau skráð á laugardaginn 6. júní. Vegna formgalla á afgreiðslu og tilkynningu á
þeirri breytingu varð sú tilfærsla á skólaslitunum ekki gild.
Á fundi sínum þann 12. maí sl. samþykkti fræðslunefnd eftirfarandi breytingar á skóladagatali yfirstandandi
skólaárs:
- Starfsdagur starfsfólks skólans sem skráður var laugardaginn 6. júní verði færður á
fimmtudaginn 4. júní
- Skólaslit sem skráð voru laugardaginn 6. júní verði færð á fimmtudaginn 4. júní
kl. 16:00
- Að síðasti skóladagur og vorhátíð skólans sem eru skráð fimmtudaginn 4. júní verði færð á
miðvikudaginn 3. júní
Þrátt fyrir þessar tilfærslur þá haldast skóladagar nemenda 180 talsins vegna þess að þriðjudaginn 2. júní fara
allir nemendur skólans í vettvangsferð sem varir fram eftir degi. Ferðinni er heitið til Húsavíkur og þaðan er haldið heim kl. 16:00. Sá
dagur telst því sem tveir skóladagar.
Ef smellt er
hér er hægt að skoða breytt skóladagatal.