Brunaæfing í skólanum

Klukkan tíu í morgun fór brunabjalla skólans í gang og allt benti til þess að eldur væri í húsinu. Kom í ljós að "eldur" var laus í fatageymslu skólans. Því þurftu nemendur að fara út um neyðarútganga. Þegar slíkt er æft er farið eftir ákveðnu skipulagi og allir safnast saman úti á skólalóð. Æfingin gekk mjög vel og tók það aðeins 4 mínútur að rýma allan skólann.

r eru nokkrar myndir frá æfingunni.