- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Anna og Camilio dönsuðu og sögðu nemendum sögu af guðum úr fornri trú, bæði frá Kúbu og Íslandi.
Íslenski guðinn var gyðjan Freyja sem Anna túlkaði og Camilio dansaði karlguð frá Kúbu. Guðirnir voru ekki vinir í fyrstu en þegar leið á dansinn og þeir fóru að kynnast betur urðu þeir vinir og gátu leikið sér og dansað saman ásamt því að fá áhorfendur til að dansa með sér.
Það var ekki annað að sjá en að bæði nemendur og kennarar hefðu gaman að sýningunni. Enda kærkomið að fá jafn líflega og litríka sýningu í heimsókn í lok þorra.