- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þann 28. febrúar næstkomandi frumsýnir Leikfélag Hörgdæla Djáknann á Myrká. Jón Gunnar leikstjóri verksins hefur unnið handrit upp úr þjóðsögunni um djáknann. Margir kunna þjóðsöguna en fyrir þá sem ekki gera það er sagan um ungan dreng sem er gerður að djákna og flyst að Myrká. Hann fer að Bægisá með kaupmála handa prestinum. Þar á bænum rekst hann á vinnukonuna, Guðrúnu. Þau verða ástfangin og ungi djákninn býður Guðrúnu á dansleik. Þegar djákninn fer heim þennan dag fellur hann í ánna og deyr. Hann er jarðaður að Myrká en síðar rís hann upp og sækir Guðrúnu fyrir dansleikinn. Þegar þau koma að Myrká tekur Guðrún eftir gröf djáknans og lætur alla vita. Djákninn fellur í gröfina aftur en grípur um leið í hempu Guðrúnar en hempan rifnar á axlarsaumnum þannig djákninn féll einn í gröfina. Við handritsgerðina fór Jón Gunnar í rannsóknarvinnu og gróf upp allt um söguna. Hann fann m.a. forsögu djáknans og Guðrúnar og hvað gerðist eftir að djákninn féll aftur í gröfina.
Leikfélag Hörgdæla er stofnað árið 1997. Leiklistarsaga sveitarinnar er hins vegar mun lengri, allt frá 1928. Áður voru það félögin Bindindisfélagið Vakandi og Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps sem stóðu fyrir leiksýningum í sveitinni. Þá voru oftast hafðar miklar leiksýningar annað árið og hitt árið smáar revýur samdar af heimamönnum. Síðan Leikfélag Hörgdæla var stofnað hafa verið sett upp metnaðarfull leikrit. Leiksýningar fara ávallt fram í félagsheimilinu Melum, húsið var byggt árið 1934.
Djákninn á Myrká er annað leikritið sem Jón Gunnar Þórðarson leikstýrir hjá Leikfélagi Hörgdæla. Jón er fæddur og uppalinn í Reykjavík en leikhús hafa verið áhugamál hans síðan hann var ungur. Hann byrjaði ferilinn sem áhugaleikari en ákvað svo að mennta sig sem leikstjóri. Það sem heillaði Jón við djáknann á Myrká er það að honum finnst þetta besta þjóðsaga Íslands og magnaðasta drauga- og ástarsaga í heimi, betra en allt sem Shakespeare skrifaði. Það sem Jóni finnst skemmtilegast við að vera leikstjóri er að fá hugmynd og sjá hana síðan smátt og smátt verða að veruleika.