Stóra upplestrarkeppni 7. bekkinga

Hector Leví og Efemía Birna hafa verið valin sem fulltrúar skólans á lokahátíð Stóru upplestrarkeppni 7. bekkinga við Eyjafjörð, sem haldin verður í næstu viku. Markmið hátíðarinnar að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Á hátíðinni fluttu 7. bekkingar stutta kafla úr Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson ásamt tveimur ljóðum að eigin vali. Nemendur höfðu æft af kappi og bar upplesturinn þess skýr merki. Allir nemendur skólans hlustuðu með athygli á samnemendur sína og að upplestri loknum voru flutt ljúf tónlistaratriði frá þremur nemendum skólans.

Til að meta upplestur og framburð þessara flottu nemenda voru fengnir þrír afbragðs dómarar, þau Jenný Gunnbjörnsdóttir kennari og kennsluráðgjafi, Anna Rósa Friðriksdóttir kennari og Oddur Bjarni Þorkelsson sóknarprestur. Það voru þau EFemía Birna Björnsdóttir og Hector Leví Hilmarsson sem voru valin til að vera fulltrúar skólans á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar og Arnsteinn Ýmir var valinn sem varamaður.

Við óskum nemendum til hamingju með flotta frammistöðu.

Myndir