Endurskoðaður sáttmáli um farsímanotkun

Fyrir þremur árum gerðu nemendur og starfsmenn með sér sáttmála um farsíma- og snjalltækjanotkun í skólanum. Okkur hefur að mestu leyti tekist að halda okkur við hann en í vetur var komið að endurskoðun hans. Nemendur hafa rætt innihald hans á bekkjarfundum undanfarnar vikur og starfsmenn fóru einnig yfir hann á starfsmannafundi í síðustu viku. 

Í þessari vinnu kom í ljós að ekki þótt ástæða til að breyta fyrri sáttmála mikið, aðeins að skerpa á nokkrum atriðum eins og þeim að símarnir eiga að vera ofan í tösku og slökkt á þeim í kennslustundum. Einnig var mikið rætt um farsímanotkun í matsal og útifrímínútum. Það varð að samkomulagi að sá tími eigi að vera án síma og snjalltækja.

Sáttmálann í heild sinni er hægt að nálgast með því að smella hérna.