Þennan bíl smíðuðu Jónsteinn og Gunnar.
Í valtíma 5. - 10. bekkjar á mánudaginn bjuggu nemendur skólans til endurvinnslubíl þar sem hjólabúnaður bílsins eru tvær tómar gosdósir. Í næstu viku gerir annar hópur sama verkefni. Seinna í maí verður síðan kappaksturkeppni niðri í íþróttahúsi þar sem bílarnir keppna um hver verði fyrstur til þess að fara yfir íþróttasalinn. Nemendur sýndu þessu verkefni mikinn áhuga og ýmsar hugmyndir komu fram um það hvernig hægt væri að gera bílana hraðskreiðari til þess að eiga möguleika á að vinna keppnina.