Við vorum að vinna með bókina Saga finnur fjársjóð (og bætir heiminn í leiðinni) í Byrjendalæsi. Við vorum að læra um endurvinnslu, flokka rusl og hvernig við getum bætt heiminn með því að hugsa vel um umhverfið okkar.
Við bjuggum til ruslaskrímsli og gerðum sögur um þau. Ruslaskrímslin borða rusl og eru sóðaleg. Þau eru með fast rusl í sér. Ruslaskrímslin geta átt heima í ruslinu, slímdollu og ruslahaugunum. Sum ruslaskrímsli geta farið í endurvinnslu. Kannski er þá hægt að búa til föt úr þeim.
Kveðja frá 2. bekk.
Hér má sjá afrakstur skrímslasmiðju, þar sem nemendur unnu sitt eigið skrímsli í myndmenntatíma eftir að hafa skrifað sögu um sitt eigið skrímsli í tíma hjá Þórlaugu.