Enginn hvítur sykur

Þelamerkurskóli setur sér áherslur fyrir hvern vetur. Ein af áherslum komandi vetrar er að auka hollustu matarins í skólanum. Í því skyni sátu Ingileif og Óli kokkur fyrirlestur um matseðlana í Álfasteini. Í kjölfarið á honum var ákveðið:

  • að bjóða ekki uppá hvítan sykur í skólanum
  • þegar púðursykursbirgðir skólans eru búnar verður ekki heldur boðið upp á hann
  • hafragrautur verður í boði alla daga vikunnar og hægt að fá mismunandi ávextir eða korn út á hann
  • endurskoða hvaða brauð eru keypt og miða við að í hverjum 100 g séu trefjar a.m.k. 7%
  • draga úr framboði á áleggi sem er sætt með hvítum sykri eins og sultum og marmelaði
Eftir áramótin kemur næringarfræðingur í heimsókn og fer yfir matseðla skólans og metur með matráði næringargildi þeirra og fjölbreytni. 
 
Í dag var t.d. í fyrsta skiptið ekki boðið uppá kanilsykur með hrísgrjónagrautnum. Hægt var að fá kanil og sæta grautinn með rúsínum eða döðlum. Enginn nemenda kvartaði undan því.