Enginn skóli 19.-23. október

Skólahús útiskóladeildar Edinborgarháskóla
Skólahús útiskóladeildar Edinborgarháskóla

Vikuna 19.-23. október er enginn skóli hjá nemendum. 19.-21. október eru endurmenntunardagar starfsmanna, 22. október er starfsdagur og 23. október er haustleyfi. 

Stór hluti starfsmanna skólans fer í náms- og kynnisferð til Edinborgar þar sem þeir áforma að læra meira um útikennslu við háskólann í Edinborg. Við þann háskóla er m.a. hægt að stunda nám í útikennslu á meistara- og doktorsstigi. Mánudaginn 19. október verða starfsmenn á námskeiði við þá deild. Daginn eftir er ferðinni heitið í nágrannasveitarfélag Edinborgar, East Lothian í skólaheimsóknir í tvo fámenna skóla. Síðasta dag ferðarinnar heimsækja starfsmenn skólskrifstofu Edinborgar og hlusta á fyrirlestur um Grænfánaskólana í Edinborg. Þeir sem vilja kynna sér dagskrána í heild geta skoðað hana með því að smella hérna

Þeir sem ekki nýta sér Edinborgarferðina til endurmenntunar hafa fundið sér skóla og/eða námskeið til að sækja á endurmenntunardögunum.