Unicef hlaupið

Valla kemur í mark
Valla kemur í mark

Ágætu foreldrar og forráðamenn nemenda Þelamerkurskóla,

Mánudaginn 1. október n.k. ætla nemendur og starfsfólk skólans að hreyfa sig til styrktar bágstöddum börnum. Með þessum viðburði tökum við þátt í verkefni sem UNICEF á Íslandi stendur fyrir. Með þátttökunni gefst okkur tækifæri til að fræðast um þurfandi börn víða um heim ásamt því að leggja þeim lið með því að safna áheitum í hlaupi sem er okkar útgáfa af Unicef-hreyfingunni.

Við völdum þetta verkefni vegna þess að okkur þykir það eiga vel bæði við  einkunnarorð skólans þorska-menntun-samkennd og áherslur hans á útivist og hreyfingu. Í þessari viku fá nemendur fræðslu  um stöðu barna í Afríku. Í þeirri fræðslu lögðum við áherslu á það við nemendur hve miklu er hægt að koma til leiðar í Afríku með upphæðum sem okkur hér á Íslandi þykja lágar.

Með þessu bréfi viljum við biðja ykkur um að aðstoð í þessu verkefni með því að sýna verkefninu áhuga og að ræða við börnin um mikilvægi þess að geta sýnt samkennd sína í verki með því að taka þátt í Unicef-hreyfingunni á næsta miðvikudag. Einnig biðjum við ykkur að leggja börnum ykkar lið við söfnun áheita. Og eins og boðskapur fræðslunnar gefur til kynna er það ekki stærð upphæðarinnar sem öllu máli skiptir, heldur samkennd í verki og þátttaka hvers og eins, því margt smátt gerir eitt stórt.

Hlaupið verður haldið á Skottinu – upphaf og endir verður við Tréstaði. Nemendur fara þangað með rútu. Kl. 11.00 fara þeir nemendur með rútunni sem ætla 5 og 10 km. og um kl. 11.30 (eða fyrr ef hægt er) fara nemendur sem ætla 2 km. Rútan fer síðan tvær ferðir til baka. Eftir hádegi fara allir bekkir í sund.

Vegalengdir:

 1. -  4. bekkur fer 2,5 km.

5. - 7. bekkur getur valið á milli  2,5 eða 5 km.

8. - 10. bekkur getur valið á milli 5 eða 10 km.

Eftirmálinn:

Nemendur safna saman áheitum sínum. Að þessu sinni er áheitið ein heildarupphæð fyrir þátttöku. Nemendur innheimta áheit sín og setja peningana í áheitaumslag sem þeir fá. Umslaginu er komið til skólans í síðasta lagi föstudaginn 5. október. Skólinn sendir UNICEF á Íslandi öll umslögin í einu lagi. Öllum er velkomið að koma og taka þátt með okkur.

Frekari upplýsingar um framkvæmd Unicef-hreyfingarinnar er að á heimasíðu Unicef á Íslandi http://unicef.is