- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Mánudaginn 27. maí eru hinir árlegu Þelamerkurleikar. Þá keppa nemendur sín á milli bæði í óhefðbundnum og hefðbundnum íþróttagreinum eins og tröppuhlaupi, stinger, sterkasta stelpan og sterkasti strákurinn, boltakasti, langhlaupi, spretthlaupi og stígvélakasti.
Nemendur fá morgunmat frá kl. 8.20 – 8.45. Síðan fara þau inn til umsjónarkennara sem fer yfir daginn með nemendum sínum. Leikarnir hefjast síðan kl. 9.00 og standa til 12.20. Verðlaunaafhending hefst kl. 13.00. Eftir verðlaunaafhendingu þá geta nemendur valið um að fara í sund og pott eða leika sér á á sparkvelli eða leiksvæði fram að heimferð.
Hér eru myndir sem teknar voru á þessum degi.