- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þelamerkurskóla var slitið miðvikudaginn 29. maí í Hlíðarbæ. Þá fengu nemendur vitnisburði vetrarins, 12 nemendur 10. bekkjar voru brautskráðir og 2 nemendur 1. bekkjar voru boðnir velkomnir í skólann.
Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Jónasarsetur veita útskriftarnemendum skólans tvær viðurkenningar í minningu Jónasar Hallgrímssonar. Önnur er viðurkenning í náttúrufræði og hin í íslensku. Náttúrufræðiverðlaunin hlaut Heiðdís Ósk Valdimarsdóttir og íslenskuverðlaunin voru hluti af viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur og þau verðlaun hlaut Birta Karen Axelsdóttir.
Einnig voru veittar viðurkenningar í textílmennt og hönnun og smíðum. Verðlaunin fyrir hönnun og smíðar á þessi skólaári hlaut Hákon Valur Sigurðsson í 8. bekk og verðlaunin fyrir textílmennt hlaut Ólöf Eyrún Bragadóttir í 9. bekk.
Í ár var ákveðið að veita sérstök framfararverðlaun Þelamerkurskóla, en þau verðlaun hlýtur nemandi sem hefur sýnt framúrskarandi framfarir bæði í námi og félagsfærni. Nemandinn hefur sýnt og sannað að hægt er að ná miklum framförum með áhuga og endalausri þrautseigju bæði í bóklegu námi og verklegu. Nemandinn sem hér er talað um heitir Sólveig Björk Jónasdóttir, í 7. bekk.
Í gegnum tíðina höfum einnig veitt hvatningar- og það sem við höfum líka kallað sólskinsverðlaun skólans en þau verðlaun eru veitt nemendum sem leggja sig sérstaklega fram, skólastarfinu til hagsbóta. Sólskinsverðlaun skólans komu að þessu sinni í hlut Lindu Bjargar Kristjánsdóttur nemanda í 8. bekk.
Að lokum var íþróttamaður Þelamerkurskóla valinn. Í ræðu skólastjóra kom fram að skólinn er ríkur af öflugu íþróttafólki en fyrir valinu í ár varð nemandi sem ávallt mætir brosandi í tíma og tilbúin í þau verkefni sem eru á dagskrá. Íþróttamaður Þelamerkurskóla 2018-2019 er Hildur Helga Logadóttir.
Þrír starfsmenn skólans voru kvaddir á skólaslitunum og þeim þökkuð góð störf. Það voru Jónína Garðarsdóttir sérkennari sem starfað hefur við skólann í 19 ár. Því næst er það Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri, en hún hefur starfað við skólann í 12 ár. Báðar fá þær bestu þakkir fyrir samstarfið og vel unnin störf á liðnum árum. Að lokum var Sigríði Huldu tónmenntakennara þökkuð vel unnin störf í þágu skólans.
Umsjónarkennarar á unglingastiginu, þær Berglind og Anna Rósa, eru á leið í eins árs leyfi frá störfum og í þeirra stað hafa verið ráðnir tveir kennara, þau Sigurður F. Sigurðarson og Helga Kolbeinsdóttir sem verða með umsjón með 8.-10. bekk. Hún Margrét Magnúsdóttir tekur við af Jónínu í sérkennslunni og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir mun vera áfram í hlutverki skólastjóra við skólann. Anna Rós og Jónína verða áfram umsjónarkennarateymi í 1.-4. bekk og Hulda og Halla Björk verða áfram með umsjón í 5.-7. bekk.
Skólasetning skólaársins 2019-2020 verður 22. ágúst.