- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Fyrir nokkru síðan var settur á fót smíðavöllur við norðurenda sparkvallarins. Ákveðið var að byrja á því að vera með eitt samvinnuverkefni sem allir áhugasamir yngri nemendur skólans tæku þátt í og var ákveðið að smíða skip. Við fengum gefins fullt af pallettum og einnig keyptum við spýtur til þess að nota í verkefnið. Verkið hefur farið vel af stað og hafa hópur barna nýtt frímínútur og aðrar frístundir í smíðavinnu. Einnig hafa nemendur í 3. og 4. bekk verið tvo smíðatíma úti og unnið í skipinu. Stefnan er sú að reyna að klára skipið fyrir veturinn og vonandi tekst okkur það.