- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þriðjudaginn 9. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Menntaskólanum á Akureyri. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er árlegt samvinnuverkefni flestra grunnskóla á landinu og Radda, samtaka um vandaðan upplestur. Í verkefninu fá allir nemendur í 7. bekk markvissa þjálfun í upplestri og framkomu. Skáld hátíðarinnar voru Kristján frá Djúpalæk og Bergrún Íris Sævarsdóttir.
Fulltrúar Þelamerkurskóla í ár voru Anna Lovísa Arnardóttir og Helena Arna Hjaltadóttir nemendur í 7. bekk. Þær stóðu sig mjög vel og við erum virkilega stolt af þeim. Anna Lovísa fékk önnur verðlaun fyrir sinn lestur. Þátttökuskólar að þessu sinni voru Dalvíkurskóli, Grunnskólinn Fjallabyggð, Hrafnagilsskóli, Grenivíkurskóli og Þelamerkurskóli.