- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Miðvikudaginn 28. apríl verður farið nemendur skólans á skauta í Skautahöllinni á Akureyri og safnaferð á söfn í nágrenninu svo sem flugsafnið og iðnaðarsafnið. Nemendur mæta á venjulegum tíma í skólann og morgunmatur hefst kl. 8.30. Eftir morgunmat eða kl. 9.00 verður lagt af stað frá skólanum.
Vegna fjöldatakmarkana er nemendum skipt í tvo hópa. Meðan annar hópurinn er á skautum fer hinn hópurinn í safnaferð. Hópur 1 er 1. - 6. bekkur og hópur 2 er 7. - 10. bekkur.
Kl. 9.30 - 10.45 - hópur 1 á skautum og hópur 2 á söfnum
Kl. 10.45 - 12.00 - hópur 2 á skautum og hópur 1 á söfnum
Heimferð er frá Skautahöllinni kl. 12.05. Eftir hádegismat verður hefðbundin kennsla fram að heimferð.
Athugið: Það er kalt inni í Skautahöllinni og því er gott að muna eftir að vera í hlýjum fötum. Ætlast er til að allir nemendur verði með hjálma og eru þeir innifaldir í skautaleigunni.